Þegar líður að jólum fara jólaauglýsingarnar að birtast og oft hver annarri flottari. Við tilheyrum þeim hópi sem finnst áhugavert og skemmtilegt að fylgast með þeim.
Oft er mikið í lagt til að gera þær sem flottastar en í Bretlandi er t.d. rík hefð fyrir stórum og miklum jólaauglýsingum.
Hér er jólauglýsing verslunarkeðjunnar Marks og Spencer fyrir jólin 2017 – en það er bangsinn Paddington sem leikur hér jólahetju.