Þessi drykkur er alveg eðal og tilvalinn núna á aðventunni. Það er svo notalegt að sitja við kertaljós, hlusta á fallega tónlist og dreypa á einhverju ljúffengu.
Þetta verður aðventu drykkurinn okkar í ár – enda Baileys í miklu uppáhaldi.
Það sem þarf
Kaffi
Baileys líkjör
Mjólk
Vodka
Súkkulaðisósa
Svona er þetta gert
Þú byrjar á því að laga kaffi. Og ekki hafa það sterkt – það má líka þynna það út eftir að búið er að hella upp á.
Settu kaffið í klakabox og inn í frysti yfir nótt.
Þegar drykkurinn er útbúinn tekurðu vel af klaka og setur í glas.
Helltu þá Bailey´s yfir klakana – hálffylltu glasið.
Notaðu síðan mjólk til að fylla upp.
Síðan er einu skoti af mildu vodka blandað saman við (en það má líka alveg sleppa því).
Og að lokum er gott að dreifa þykkri súkkulaðisósu yfir.
Hljómar vel ekki satt!
Sjáðu hér hvernig þetta er gert
jona@kokteill.is