Lárperan er stútfull af góðum næringarefnum og er víst bæði góð fyrir líkama sem heila.
Kostir þess að borða avókadó á hverjum degi eru ótvíræðir – og því alls ekki galið ekki að bæta avókadó inn í fæðuna enda möguleikarnir óteljandi
Nokkrar hugmyndir
Hér eru nokkrar góðar hugmyndir að ristuðu brauði með avókadó í ýmsum útfærslum. Brauðið er gott í morgunmat og raunar hvenær dagsins sem er – og auðvitað alveg tilvalið í „brunchinn“.
Okkur finnst langbest að nota súrdeigsbrauð í þetta.
Prófaðu þessar sex útgáfur
Með rjómaosti og svörtum pipar
Smyrjið brauðið með hreinum rjómaosti eða Philadelphia osti, setjið sneiðar af avókadó ofan á ostinn og kryddið með svörtum pipar eða öðru kryddi sem þið viljið.
Með maís og sítrónusafa
Smyrjið brauðið með góðu lagi af stöppuðu avókadó, setjið síðan maískorn yfir og kreistið að lokum sítrónu yfir allt.
Með eggi og karrý
Smyrjið brauðið með avókadó, linsjóðið egg og setjið á brauðið og kryddid að lokum með karrý eða öðru indversku kryddi.
Með fetaosti og graslauk
Setjið sneiðar af avókadó á brauðið og dreifið síðan krömdum fetaosti yfir það og að lokum niðurskornum graslauk.
Með beikoni og geitaosti
Smyrjið brauðið með stöppuðu avókadó og dreifið síðan steiktu og smátt niðurskornu beikoni yfir ásamt krömdum geitaosti.
Með kokteiltómötum og basiliku
Smyrjið stöppuðu avókadó á brauðið, skerið niður kokteiltómata eða aðra litla tómata og dreifið yfir ásamt ferskri basilíku, kryddið með svörtum pipar ef vill.