Avókadó er afar hollt og gott fyrir heilsuna. Það inniheldur fjöldann allan af góðum næringarefnum og er stútfullt af góðri fitu.
Einmitt þess vegna hefur fjöldinn allur af fólki bætt avókadó inn í fæðuna og er þetta ein af vinsælustu fæðutegundunum um þessar mundir. Enda passar þessi ávöxtur (já avókadó er ávöxtur) með nærri öllum mat.
En það allra nýjasta er avókadó í kokteila. Já nú er það ekki aðeins notað í smoothie heldur líka í sparidrykkina.
Hefurðu prófað Avókadó Margarítu?
Ef ekki þá mælum við með þessari uppskrift.
Það má eiginlega segja að þetta sé nokkurs konar hollustudrykkur… er það ekki? Einn grænn og góður!
Avókadó Margaríta
Það sem þarf
1 ljúffengt og vel þroskað avókadó
¼ bolli ferskur límónusafi, eða sítrónusafi
2 bollar mulinn klaki
½ bolli gott tekíla
¼ bolli triple sec líkjör
límónusneiðar/bátar til að skreyta
Aðferð
Setjið allt hráefnið í blandara og maukið saman.
Finnið til kokteil glös og nuddið sítrónu á glasbarmana og dýfið þeim síðan í salt.
Hellið margarítunni í glösin og njótið!
Uppskrift – toadandco