Það verður að viðurkennast að mörg sambönd og hjónabönd ganga bara sinn vanagang. Í sambandinu er engin blússandi ást og hamingja – og báðir aðilar eru jafnvel hættir að hlúa að hvor öðrum.
Hvert stefnir slíkt samband/hjónaband?
Gæti skilnaður verið í nánd?
Starfsmenn Babble.com tóku saman lista um merki þess að skilnaður gæti verið í uppsiglingu. Þessi listi er auðvitað engin alhæfing og á ekkert endilega við alla. En ef þú kannast samt við eitthvað af eftirfarandi atriðum ætti það að kveikja á einhverjum viðvörunarbjöllum.
Hér eru 8 merki þess að skilnaður gæti verið yfirvofandi
1. Vinahópurinn er mikilvægari
Ef að vinir þínir eru mikilvægari en makinn og þeir eru í fyrsta sæti á undan makanum, þá er eitthvað að.
2. Makinn lætur í sér heyra
Ef að maki þinn tjáir sig og talar um skort á tengingu og nánd í sambandinu er það merki þess að nú þurfi að grípa til aðgerða. Ef þú gerir ekkert býður þú hættunni heim.
3. Þú ert hætt/ur að vera rómantísk/ur
Þetta eru neikvæð merki. Ef þú ert komin/n á þann stað í sambandinu/hjónabandinu að þig langar ekki einu sinni að sýna maka þínum rómantíska tilburði ertu ekki á góðum stað. Þetta hefur áhrif alla leið inn í svefnherbergið.
4. Þú lætur þig dreyma um framhjáhald
Þarf að segja meira?
5. Í stað þess að hlakka til að koma heim til makans, kvíðir þú fyrir því
Ef þú ert farin/n að keyra lengri leiðina heim með kvíðahnút í maganum er það skýrt merki þess að þið verðið að fara að gera eitthvað í ykkar málum.
6. Þú drekkur of mikið áfengi
Margir deyfa sig hreinlega til að þurfa ekki að horfast í augu við hlutina.
7. Það er fylgst með þér – eða þú fylgist með maka þínum
Ef þetta er komið á það stig að maki fylgist tortrygginn með tölvupóstum og farsíma maka síns er komin tími til að tala saman.
8. Aðeins annað ykkar er hamingjusamt.
Þetta er flókin staða og sár. En þegar aðeins annar aðilinn er hamingjusamur eru í raun báðir óhamingjusamir.