Öll viljum við ná árangri í lífinu – ekki satt?
En hvað er það sem einkennir fólk er nýtur mikillar velgengni?
Hvað gerir það fólk öðruvísi en hinir sem virðast ekki ná jafn miklum árangri?
Fyrirlesarinn Richard St. John hefur eytt tíu árum í að rannsaka þetta vel og nákvæmlega. Hann tók persónuleg viðtöl við 500 einstaklinga sem hafa náð gífurlegum árangri bæði í lífi sínu og starfi. Richard tók viðtöl við fólk af öllum sviðum þjóðfélagsins og komst að því hver grunnurinn að allri velgengni er.
Hér eru átta atriði sem einkenna þá sem njóta velgengni
1. Ástríða
Þetta fólk elskar það sem það gerir.
2. Vinna
Þessir einstaklingar leggja hart að sér og vinna mikið
3. Fókus
Þau eru einbeitt og beina athyglinni að einum hlut í einu, en eru ekki að vasast í öllu á sama tíma.
4. Ögrun
Þau hlífa sér ekki og eru dugleg að ögra sjálfum sér.
5. Hugmyndaflug
Þetta fólk er með öflugt hugmyndaflug og fær sífellt skemmtilegar hugmyndir.
6. Árangur
Þau vinna stöðugt að því að bæta sig og vera betri í því sem þau gera.
7. Þjónusta við aðra
Þau láta gott af sér leiða. Velgengni er nefnilega ekki bara ég, um mig, frá mér, til mín.
8. Úthald
Þau gera sér grein fyrir því að það þarf úthald og þolinmæði til að ná árangri – og vita og skilja að hlutirnir gerast ekki á einni nóttu
Hér má sjá Richard greina frá niðurstöðum rannsóknar sinnar