Þetta er svo yndislegt og ekki laust við að maður fái kusk í augað við að sjá þetta einlæga samband á milli móður og sonar.
Hann er 8 ára og móðir hans 32 ára og saman dansa þau samkvæmisdansa og mættu í prufur í America´s Got Talent nú fyrir stuttu.
Þegar Simon Cowell spurði hinn 8 ára Daniel hvort mamma hans hefði þvingað hann í þetta var hann fljótur að svara að það hefði verið á hinn veginn; hann hefði þvingað hana. Honum þykir frábært að dansa við móður sína og segir að þau séu hið fullkomna danspar.
Og sá litli kann sko að dansa… og taktarnir maður minn 🙂
Þetta var auðvelt já fyrir dómarana enda heilluðu þau alla upp úr skónum.