Ert þú ein/n af þeim sem verður oft dauðþreytt/ur seinni partinn – eða eftir svona tvö á daginn?
Þú ert ekki ein/n um það því þetta er víst afar algengt vandamál og eru þeir ófáir sem eru algjörlega orkulausir og búnir á því það sem eftir er dags.
En hvað veldur?
Oft má skrifa þetta orkuleysi á næringuna, eða réttara sagt á næringarleysi. Það er eitthvað sem vantar inn í fæðuna og er mjög algengt að líkamann vanti magnesíum.
Magnesíum er virkilega mikilvægt fyrir hina mögnuðu og ólíku starfsemi líkamans og allar frumur hans. Sýnt þykir að það gegni veigamiklu hlutverki í hvorki meira né minna en 350 ólíkum lífefnafræðilegum viðbrögðum líkamans. Má þar nefna rétta bein- og brjóskmyndun, virka æðastarfsemi, vöðvasamdrætti, taugaskilaboð og hormónaframleiðslu.
Auk þess heldur magnesíum reglu á insúlíni, serótónín og kynhormónum og er þess utan mikilvægt fyrir góð efnaskipti vítamína og steinefna. Hér er þó ekki allt upp talið því listinn yfir það hversu mikilvægt magnesíum er líkamanum er ansi hreint langur og væri hægt að halda nærri endalaust áfram. Það þarf því enginn að velkjast í vafa um hversu mikilvægt magnesíum er.
Hér eru nokkur einkenni skorts á magnesíum
Kvíði og áhyggjur
Fótaóeirð
Svefntruflanir
Pirringur
Ógleði og uppköst
Óeðlilegur hjartsláttur
Lár blóðþrýstingur
Ruglingur og þokukennd hugsun
Vöðvakrampar, eða eymsli og viðkvæmni í vöðvum
Oföndun
Svefnleysi – erfitt að sofna og að ná góðum og stöðugum svefni.
Lélegur naglavöxtur
Flog
Vöðvakippir í andliti
Augnkippir
Orka og melting
Magnesíum er virkilega mikilvægur þáttur í því að halda nægilegri orku. Lágt hlutfall þess í líkamanum leiðir til minni orkuframleiðslu. Þetta kemur til dæmis vel í ljós varðandi meltinguna en tengja má lítið magn magnesíum í líkamanum við hægðatregðu og hæga meltingu. Þannig að ef þú ert þreytt/ur eða með hægðatregðu þegar líða fer á daginn er ekki ólíklegt að magnesíum skorti sé um að kenna.
Þessar fæðutegundir geta hjálpað
Grænmeti/kál eins og spínat, grænkál og brokkolí.
Hnetur og fræ, eins og möndlur, brasilíuhnetur, kasjúhnetur og hörfræ.
Fiskur.
Bananar.
Avókadó.
Dökkt súkkulaði.
Fæða og hærri aldur
Ef þú ert með lágt magn magnesíum í líkamanum, orkulaus og með hægðatregðu ættirðu að forðast að borða unnar matvörur. Og mikilvægt er að nota ferskt og óunnið hráefni við matseldina.
Þá er talið að kóladrykkir hafi slæm áhrif á upptöku magnesíum og það sama má segja um kökur, kex, sælgæti og önnur sætindi. Því meiri sætindi sem þú neytir því meiri líkur eru á að líkamann vanti magnesíum og önnur mikilvæg efni.
Þegar fólk eldist verður það sérstaklega viðkvæmt fyrir magnesíum skorti en rannsóknir sýna fram á að aldur, streita og sjúkdómar auka vandamálið. Þá er einnig talið að upptaka magnesíum verði lélegri með hærri aldri. Ef þú ert 55 ára eða eldri ættirðu sérstaklega að gæta að þessu.
Fyrir eldri einstaklinga getur reynst nauðsynlegt að taka magnesíum sem bætiefni ásamt réttu mataræði.