Þá er komið að því að kveðja gamla árið og fagna því nýja. Og þá draga margir tappann úr flösku og skála.
Kampavín tilheyrir áramótum, annað hvort eitt og sér eða þá í kokteil eins og hér. Hvernig væri að prófa þennan kampavíns mojito!
Kampavíns mojito (f. 12)
Það sem þarf
¾ bolli sykur
¾ bolli vatn
1 ½ bolli myntulauf og 12 lauf til skreytingar
6 límónur skornar í báta
2 bollar ljóst romm
3 bollar kampavín eða freyðivín
mulinn klaki
Aðferð
Setjið sykur og vatn í litla pönnu við mikinn hita og látið sykurinn leysast upp í síróp. Kælið síðan niður að stofuhita.
Blandið sykursírópinu, myntunni og límónunum saman í stórri könnu. Notið trésleif til að kremja og hræra þessu vel saman.
Bætið þá romminu saman við og hrærið vel.
Sigtið eða síið drykkinn í aðra könnu.
Setjið mulinn klaka í hátt glas og hellið síðan drykknum yfir. Fyllið að tveimur þriðju.
Fyllið síðan glasið með kampavíni og skreytið með myntulaufunum.
Skálið!
Uppskrift frá foodandwine