Flestir eru líklega sammála um að andfýla sé eitthvað sem þeir vilja vera lausir við – enda alveg einstaklega fráhrindandi.
Stór partur af daglegri líkamsumhirðu er að hugsa vel um tennurnar. Það kemur líklega fæstum á óvart að bæði karlar og konur viðurkenna að andfýla sé eitt það mest fráhrindandi sem þeir vita um varðandi hitt kynið.
Andfýla verður til vegna bakteríu- og/eða gerlamyndunar í munninum (í sumum tilfellum vegna magasýra). En það sem þú getur gert til þess að tryggja að þú sért ekki andfúl/l er m.a. að sjá til þess að tannumhirðan sé til fyrirmyndar.
En hvað er til ráða?
1. Burstaðu tennurnar og góminn að minnsta kosti tvisvar sinnum á dag.
2. Notaðu tannþráð og munnskol daglega. Þú ættir jafnvel að fjárfesta í ferðatannburstasetti (inniheldur lítinn tannbursta og tannkrem) til að hafa með þér hvert sem þú ferð, sérstaklega ef þú ert mikið á fundum eða þarft að hitta einhvern sérstakan eftir mat til dæmis.
3. Hreinsaðu tunguna vel. Í dag fást tannburstar sem eru líka tunguburstar.
4. Gættu þess að drekka nóg af vatni.
5. Gott ráð er líka að eiga alltaf sykurlaust tyggjó og myntutöflur í vasanum/veskinu.
6. Að lokum, farðu reglulega til tannlæknisins en það er partur af góðri tannhirðu.
Andfýla er eitthvað sem allir eiga við annað slagið og hún er alveg ferlega fráhrindandi. Passaðu upp á að hafa þetta í lagi svo fólk veigri sér ekki við því að koma of nálægt þér.