Hún Maxine færði ömmu sinni, sem þjáist af elliglöpum, þetta dúkkubarn í jólagjöf og amman varð yfir sig ánægð og hrærð. En einstaklingar með elliglöp og/eða Alzheimer þjást gjarnan af kvíða og finnst tilgangsleysi sitt algjört.
Þekkt aðferð
Það er alþekkt að dúkkubörn séu notuð sem ein meðferðarleið við ummönnun einstaklinga með Alzheimer sjúkdóminn og elliglöp. Með því finnst þeim gjarnan að þeir öðlist tilgang og dúkkubarnið verður stór hluti af þeirra daglega lífi þar sem þau hugsa um það eins og lítið barn. Auk þess getur þetta vakið upp ánægjulegar minningar frá því þegar þessir einstaklingar voru sjálfir með lítil börn og því finnst þeim þeir hafa hlutverk í lífinu.
Þetta er afar hjartnæmt og fallegt myndband.