Já, við héldum hún væri að „mæma“ þegar við sáum þetta myndband. Við gátum ekki trúað því að þessi fullorðinsrödd kæmi út úr þessum unga 13 ára líkama.
Laura Bretan mætti í prufur í Rúmenía Got Talent á dögunum og þar voru undirtektir eins og hjá okkur, þ.e. að fólk trúði varla eigin eyrum.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þessi söngkona vekur svona mikla athygli því eftir henni hefur verið tekið í Bandaríkjunum. En þar er Laura fædd og uppalin þrátt fyrir að vera af rúmenskum ættum og tala málið fullkomlega.
Laura fór til Rúmeníu í fyrra til að kveðja deyjandi afa sinn og var það ósk hans á dánarbeði að hún tæki þátt í þessari hæfileikakeppni.
Hér syngur Laura hið þekkta lag O Mio Babbino Caro og eftir að horfa og hlýða á hana syngja þarf enginn að efast um að framtíðin er björt hjá þessari ungu stúlku.