Þetta er hið fullkomna meðlæti með jólasteikinni.
Hér áður fyrr var rósakál afar vinsælt meðlæti á borðum landsmanna en svo hvarf það um tíma og annað tók við.
Dekrum meira við það
En nú eldum við ekki rósakálið eins og við gerðum áður, þ.e. að setja það bara í pott með vatni og svo búið.
Nei, við dekrum aðeins meira við það, kryddum og bökum í ofni. Og þessi uppskrift hér er algjört æði og við mælum eindregið með því að þú prófir.
Það sem þarf
500 gr rósakál
½ tsk sjávarsalt
¼ tsk nýmulinn svartur pipar
¼ tsk hvítlauksduft
2 msk ólífuolía
½ bollli þurrkuð trönuber
¼ bolli (35 gr) furuhnetur, pekanhnetur eða valhnetur
Aðferð
Hitið ofninn að 200 gráðum.
Setjið bökunarpappír í ofnskúffu.
Takið rósakálið og snyrtið það og skerið síðan til helminga.
Blandið ólífuolíu, salti, pipar og hvítlauksdufti saman í skál.
Bætið rósakálinu út í blönduna og veltið því vel upp úr henni.
Dreifið þá kálinu á plötuna og setjið inn í ofn.
Hrærið og veltið rósakálinu einu sinni eða tvisvar og bakið í 30 til 35 mínútur eða þar til það er orðið gyllt og mjúkt í gegn.
Þegar um 7 til 10 mínútur eru eftir af tímanum bætið þá trönuberjum og hnetum út á plötuna.
Að þeim tíma liðnum færið allt yfir á fallegt fat eða disk og berið strax fram.
Og njótið með hátíðarmatnum.
Sjáðu enn betur hér í myndbandinu hvernig þetta er gert
Jóna Péturs – kokteillinn@gmail.com