Við erum öll í skýjunum yfir árangri íslenska landsliðsins í fótbolta eftir leikinn við Portúgal í gær.
Strákarnir stóðu sig frábærlega og við erum að springa úr stolti.
Icelandair er einn helsti styrktaraðili landsliðsins og settu þeir saman auglýsingu í tilefni af Evrópukeppninni. Eins og oft áður er um að ræða gæsahúðarauglýsingu sem fer í grófum dráttum yfir söguna.