Kjötbollur eru alltaf jafn vinsælar – bæði hjá fullorðnum sem börnum.
Þessar bollur hér sem eru tilvaldar í kvöldmatinn henta ekki síður í veisluna eða partýið.
Svo eru kjötbollur líka einn af þeim réttum sem geymast svo vel og auðvelt er að frysta. En hér eru bollurnar ekki steiktar á pönnu heldur settar inn í ofn og látnar bakast þar.
Það sem þarf fyrir kjötbollurnar
250 gr svínahakk
1 matskeið blóðberg
1 matskeið steinselja
1 matskeið graslaukur
1 matskeið kraminn hvítlaukur
2 eggjarauður
örlítið salt og pipar
1 bolli brauðmylsna/raspur
Aðferð
Öllu blandað saman í skál.
Mótið bollurnar og leggið á djúpa bökunarplötu eða á pönnu sem má fara í ofn.
Setjið síðan inn í 200 gráðu heitan ofn í 10 til 15 mínútur.
Fyrir sósuna
½ bolli nautasoð
1 matskeið kornsterkja (maizenamjöl)
2-3 matskeiðar sojasósa
3 matskeiðar púðursykur
¼ bolli hrísgrjónaedik
Aðferð
Blandið örlitlu af soði og mjöli saman í skál og hrærið vel. Gætið þess að þetta hlaupi ekki í kekki.
Bætið síðan restinni af soðinu saman við, og einnig sojasósunni, púðursykri og ediki – og hrærið vel saman.
Hitið undir kjötbollunum á pönnunni og hellið sósunni yfir.
Leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur og þykkjast. Veltið bollunum upp úr sósunni.
Færið yfir á fat, dreifið örlitlum graslauk yfir ef vill og berið fram.
Sjáðu hér hvernig þetta er gert