Margar konur kannast við að eiga varagloss sem eru næstum því búin… en samt ekki alveg tóm.
Við hér erum mikið fyrir það að nýta hlutina sem best og fá sem mest út úr hverjum og einum.
Lengja líftímann
Það er til dæmis virkilega ergilegt að þurfa að henda dýru varaglossi sem hægt er að nota lengur. Það sama má segja um maskarana en það má auðveldlega lengja líftíma þeirra – en þó ber að varast að nota þá ekki allt of lengi vegna sýkingarhættu.
Hérna er frábært ráð sem við höfum notað og hjálpar okkur að ná sem allra mestu út úr þessu tvennu.
Aðferð
Byrjaðu á því að tryggja að glossið og maskarinn sé vel lokað og lokið þétt á.
Settu vatn í könnu eða stóran bolla og hitaðu í örbylgjuofni.
Láttu síðan varaglossið og maskarann ofan í heitt vatnið og leyfðu því að liggja þar í svona 4 – 8 mínútur.
Hitinn mun losa um uppþornaðar klessur í hliðum maskarans – og þrýsta því sem er á botninum í glossinu upp og losa um.
Svo er bara að halda áfram að nota maskarann og glossið þar til það er alveg búið.
Einfalt!