Streita og spenna hefur mismunandi áhrif á fólk – og hún getur haft alvarlegar afleiðingar á líkama og sál.
Þegar við stressumst upp hugsum við ekki rökrétt og stressið rænir okkur allri orku.
Ævaforn aðferð
Kínverjar luma á ýmsum ævafornum og góðum náttúrulegum ráðum við hinu og þessu. Og auðvitað eiga þeir ráð við streitu! En hún virkar þannig að nuddað er og þrýst á ákveðinn punkt/stað á líkamanum.
Þessi gamla speki hér kallast „Shen Men“ sem stendur fyrir því að róa hugann. Ákveðinn punktur á eyranu er nuddaður og hefur það áhrif á hugann. Talið er að ekki einungis rói þessi aðferð hugann heldur losi hún um streitu, spennu og kvíða, lini verki í líkamanum og dragi úr bólgum.
Það er því alveg vel þess virði að prófa!
En svona er gott að gera þetta
Notið eyrnapinna til að þrýsta á punktinn og nuddið varlega. Punkturinn er inni í dældinni efst í eyranu – nákvæmlega þar sem penninn bendir á myndinni.
Andið djúpt og hlustið vel á líkamann.
Um leið og andað er inn horfið til vinstri.
Og þegar andað er út horfið til hægri.
Finnið hvað líkaminn róast.
Frekari ráð
Nuddið punktinn með fingrinum.
Nuddið í hvert sinn sem þið finnið fyrir streitu.
Gerið þetta á hverju kvöldi fyrir svefninn.