Ævafornar kínverskar aðferðir eins og nálastungur, náttúrulyf og fleira þykja góðar til síns brúks.
Og flest höfum við heyrt um Feng Shui sem er ákveðin aðferð er byggir á því að skapa meira jafnvægi með því að staðsetja og snúa húsgögnum á ákveðinn hátt.
En hafið þið heyrt um Feng Fu?
Feng Fu er aðferð sem byggir á kínverskum nálastungum, nema í þessari aðferð er notaður ísklaki til að þrýsta á ákveðinn punkt á líkamanum. En Feng Fu punktinn er að finna við botn höfuðkúpunnar, sem sagt efst á aftanverðum hálsinum.
Með því að nota þessa aðferð er m.a. talið að bæta megi svefn, auka orkuna, minnka verki í líkamanum, vinna á höfuðverk, til að losna við kvef, bæta öndunina og finna innri frið. Og það besta er að það er mjög auðvelt að gera þetta sjálfur heima hjá sér.
Og svona er þetta gert
Best er að liggja flatur á maganum eða sitja með höfuðið lútandi fram.
Notið síðan fingur til að finna rétta staðinn/punktinn á hálsinum, en hann er efst á aftanverðum hálsinum í hola rúminu á milli hálsvöðvanna og beint undir höfuðkúpunni.
Þegar hann er fundinn setjið þá stóran ísklaka á punktinn og haldið honum þar í 20 mínútur.
Þetta getur vakið ónotatilfinninug í fyrstu og kuldinn verið óþægilegur en fljótlega ætti það að breytast í notalegri upplifun.
Þetta er talið gott að gera einu sinni til tvisvar í viku, en sumir gera þetta þó daglega og jafnvel tvisvar á dag, bæði kvölds og morgna.
Þeir sem gera þetta reglulega upplifa aðferðina sem nokkurs konar hugleiðslu og þeim líður afar vel á meðan. Og fyrir þá sem ekki trúa á svona vilja þeir sem þetta stunda segja að það geti vel verið að þetta sé eins og hver önnur lyfleysa en þetta virki og þess vegna halda þeir þessu áfram.
Ófrískum konum, einstaklingum með flogaveiki og þeim sem eru með gangráð er þó ekki ráðlagt að nota þessa aðferð.