Við erum alltaf veik fyrir kjúklingaréttum og finnst afar gaman að prófa nýjar útgáfur. Hér er ein ný sem er með spínati og öll vitum við hvað spínat er gott fyrir okkur.
Þessi réttur er svo sniðugur því kjúklingurinn er undirbúinn eins og Hasselback kartafla – og hver kannast ekki við þær!
Við mælum með þessum Hasselback kjúklingi með spínati og osti
Það sem þarf
2 kjúklingabringur
50 gr ferskt spínat
50 gr Ricotta ost
20 gr Cheddar ost
dass af olíu
paprikuduft
sjávarsalt og nýmulinn pipar
Aðferð
Hitið ofn að 200 gráðum.
Setjið olíu á pönnu og steikið spínatið við miðlungshita í 3 til 5 mínútur, þar til það er orðið mjúkt.
Hrærið þá Ricotta ostinum saman við og steikið saman í hálfa til 1 mínútu. Leyfið þessu síðan að kólna.
Skerið sneiðar í kjúklingabringurnar, alveg eins og gert er við Hasselback kartöflu. Skerið ekki alla leið niður.
Setjið síðan spínatið með ostinum á milli sneiðanna.
Færið yfir á bökunarplötu.
Kryddið bringurnar með salti og pipar.
Stráið þá Cheddar ostinum yfir og kryddið að lokum vel með paprikukryddinu.
Bakið í ofninum í 20 til 25 mínútur, þar til osturinn hefur bráðnað og safinn úr fuglinum er orðinn glær.
Njótið!
jona@kokteill.is