Nú á aðventu er smákökubakstur á fullu á mörgum heimilum. Margir gera líka konfekt og aðra sæta og góða mola.
Það er vel þess virði að henda í þessa uppskrift hér að girnilegum og fljótlegum snickersbitum.
Þetta tekur enga stund að útbúa og við getum lofað því að bitarnir renna ljúflega ofan í mannskapinn.
Uppskriftin er frá Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit.
Það sem þarf
1 krukka hnetusmjör ca 350 g
1 1/2 dl sýróp
1 dl sykur
9 dl kornfleks
1 tsk vanillusykur
1 dl kókosmjöl
2 pokar dökkur hjúpur (hjúpdropar, samtals 300 g)
Aðferð
Bræðið hnetusmjör, síróp og sykur saman í potti.
Blandan á bara að bráðna saman en ekki sjóða.
Blandið kornfleksi, kókosmjöli og vanillusykri saman í skál.
Blandið öllu saman og þrýstið í botninn á smjörpappírsklæddu skúffukökuformi. Látið kólna.
Bræðið súkkulaðið og setjið yfir.
Látið harðna og skerið síðan í huggulega bita.