Uppskriftir og aðferðir þar sem kartöflur koma við sögu eru líklega óteljandi – enda hægt að gera svo margt með þær.
Og þessi uppskrift hér er alveg hreint frábær. Hún er allt í senn, falleg, girnileg og gaman að bera fram. Enda getur það ekki klikkað þar sem kartöflur, parmesan og hvítlaukur koma saman.
Það sem þarf
8 – 10 (um 1.4 kg) kartöflur skornar mjög þunnt eða um 1.6 mm
3 msk (45 gr) bráðið smjör
2 msk niðurrifinn Parmesan ostur
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk ferskt timían
sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar
Aðferð
Hitið ofninn að 190 gráðum.
Smyrjið 12 múffuform með smjöri.
Skerið kartöflurnar í afar þunnar þunnar sneiðar.
Setjið kartöflusneiðarnar í stóra skál og hellið bráðna smjörinu yfir þær.
Bætið síðan ostinum, timían, hvítlauksduftinu, salti og pipar saman við kartöflurnar. Hristið saman til að þekja kartöflurnar vel.
Raðið þá kartöflunum upp í stafla og komið þeim vel fyrir í múffuformunum.
Stráið svörtum pipar yfir.
Setjið inn í ofn og bakið í um 55 mínútur til klukkutíma eða þar til brúnirnar eru orðnar gullinbrúnar og miðjan mjúk.
Takið úr ofninum og leyfið þeim að bíða í um 5 mínútur áður en staflarnir eru teknir úr forminu.
Lyftið kartöflunum úr formunum og kryddið og skreytið með parmesan osti og timían.
Njótið!
Sjáið hér í myndbandinu hvernig þetta er gert