Það er alltaf notalegt að eiga gott snarl til að grípa í og ekki verra ef það er í hollari kantinum.
Hér er uppskrift að girnilegum og góðum Cheerios bitum með möndlusmjöri og dökku súkkulaði. Nú og svo segja nýjustu rannsóknir að það sé bara gott fyrir okkur að fá dökkt súkkulaði í morgunsárið.
Þetta er tilvalinn biti fyrir stóra sem smáa í fjölskyldunni. Og svo þarf ekkert að baka þá.
Það sem þarf
1 bolli hunang
¾ bolli púðursykur
¼ bolli kókosolía
1 bolli möndlusmjör
6 bollar Cheerios
2 bollar dökkir súkkulaðidropar
Aðferð
Undirbúið mót fyrir bitana (ca 33 cm x 23 cm að stærð).
Klæðið mótið að innan með bökunarpappír og látið pappírinn hanga út fyrir á tveimur stöðum.
Setjið hunang, púðursykur og kókosolíu í pott og hitið við miðlungshita. Hrærið í á meðan þetta bráðnar saman.
Hitið að suðu og takið þá af hitanum.
Bætið síðan möndlusmjöri saman við.
Setjið blönduna í stóra skál og hellið Cheerios út í. Hrærið vel saman og þekið Cheerios-ið vel.
Á meðan þetta er enn heitt setjið þá blönduna í formið og þjappið henni vel saman í forminu.
Bræðið súkkulaðidropana þar til súkkulaðið er orðið mjúkt og fljótandi.
Dreifið súkkulaðinu jafnt yfir Cheerios blönduna.
Setjið í ísskáp í 30 mínútur eða þar til blandan er orðin stökk.
Skerið að lokum í bita og njótið!
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í
jona@kokteill.is
Uppskrift fengin hjá Betty Crocker