Mér finnst eitt af því allra besta í heimi að fá mér gott kaffi og ostaköku, sérstaklega eftir góðan mat.
Það er alveg tilvalið að skella í nokkra ostakökubita fyrir helgina eða næsta matarboð. Bitarnir eru passlega stórir og maður getur hæglega fengið sér einn, tvo eða þrjá án þess að fá nokkurn móral.
Það sem þú þarft
10 Grahams hafrakexkökur (eða hafrakex að eigin vali)
¼ bolli flórsykur
1 tsk salt
½ bolli smjör, bráðið (og meira ef þurfa þykir)
450 g rjómaostur
1 bolli flórsykur
1 tsk. vanilludropar
3 bollar súkkulaði
Aðferð
Þú byrjar á því að mylja hafrakökurnar fínt og setja í skál. Ef þú átt ekki matvinnsluvél er hægt að setja þær í poka og mylja þær með pönnu eða jafnvel kökukefli.
Setur svo ¼ bolla af flórsykri út í ásamt salti, og hrærðu þurrefnin saman.
Settu síðan bráðið smjörið út í og hærðu saman.
Láttu hafrakexblönduna í mót, sem er klædd bökunarpappír, og pressaðu blöndunni jafnt í botninn.
Settu svo í frysti í 10 mínútur.
Í aðra skál seturðu síðan rjómaostinn, 1 bolla af flórsykri og vanilludropana og hrærir saman.
Smyrðu nú blöndunni jafnt yfir hafrakexbotninn.
Láttu inn í frysti í klukkutíma.
Þá tekur þú frosnu ostakökuna, fjarlægir bökunarpappírinn og setur á skurðarbretti. Skerðu hana svo í litla teninga
Nú tekur þú súkkulaðið og bræðir það í örbylgjunni í 20 sekúndur. Stoppaðu samt tímann annað slagið og hrærðu í því þangað til það er bráðið.
Dýfðu ostakökubitunum í súkkulaðið og láttu leka vel af þeim áður en þú setur þá á bakka með bökunarpappír.
Frystu svo aftur í 15 mínútur og berðu bitana fram að því loknu.
Sjáðu hér hvað þetta er einfalt
Sigga Lund
Sjáðu líka HÉR Æðislegar heimagerðar ostastangir sem einfalt er að útbúa