Tiramisu er einn okkar uppáhalds eftirréttur og þar eru eflaust margir sammála okkur. Okkur finnst brúnkur líka einstaklega góðar.
Svo þegar Tiramisu og brúnkur koma saman þá verður algjör veisla.
Hér er skemmtileg uppskrift að Brownie-Tiramisu kökum í bolla – frábær eftirréttur eða bara ljúft og gott með sunnudagskaffinu.
Það sem þarf
1 pakki brownie-mix (t.d. Betty Crocker)
1/3 bolli espresso eða sterkt kaffi
1/3 bolli matarolía
1 egg
Og fyrir kremið
1 bolli rjómi
½ bolli flórsykur
450 gr mascarpone ostur
1 msk espresso kaffiduft
1 tsk vanilludropar
Aðferð
Hitið ofninn að 175 gráðum.
Blandið brownie-dufti, eggi, kaffi og olíu saman í skál og hrærið vel saman.
Setjið síðan deigið á bökunarpappír á bökunarplötu (sem er um 25 x 38 cm) og inn í ofn og bakið í 10 mínútur.
Á meðan deigið bakast hrærið þá ost, kaffiduft og vanilludropa saman þar til blandan er mjúk.
Þeytið rjómann og blandið flórsykrinum saman við.
Setjið þá ostablönduna út í rjómann og blandið varlega en vel saman.
Takið kökuna út úr ofninum og notið form eða krukkulok til að skera út litlar kökur, ættu að verða um 15 kökur.
Setjið um 1 msk af rjóma- og ostablöndunni í botninn á lítilli skál eða fallegu glasi.
Takið síðan eina köku og setjið ofan á blönduna og síðan aftur rjóma- og ostablöndu og endurtakið aftur og endið á kreminu.
Látið skálarnar inn í ísskáp í klukkutíma.
Takið út og dreifið örlitlu kakódufti og/eða espresso dufti yfir að lokum.
Njótið svo í botn!
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert