Litlar og dásamlega góðar hnetusmjörs ostakökur eru frábær hugmynd að eftirrétti fyrir næsta matarboð.
Og það besta við þessar litlu kökur er að það þarf ekki að baka þær.
Síðan tekur líka enga stund að töfra þær fram og þú getur verið viss um að þær slá í gegn.
Það sem þú þarft (uppskrift fyrir 6)
9 hafrakexkökur að eigin vali (muldar smátt)
3 msk bráðin kókosolía
1 msk púðursykur
500 gr rjómaostur sem hefur fengið að mýkjast
1 bolli fínt hnetusmjör
2/3 bolli sæt niðursoðin mjólk (þykk sæt mjólk í niðursuðudósum – eða flóaðu venjulega mjólk og bættu smá flórsykri út í til að sæta hana).
Til skreytingar
Þeyttur rjómi, hnetusmjörskrem (sjá hér að neðan) og saxaðar hnetur eða mulið hafrakex.
Aðferð
Myljið hafrakexið fínt og setjið í meðalstóra skál.
Bætið púðursykri og kókosolíu saman við og hrærið vel saman saman.
Skiptið blöndunni jafnt á milli sex lítilla skála.
Þrýstið kexblöndunni vel í botninn.
Setjið rjómaostinn í skál og hrærið með þeytara á miklum hraða þar til hann er orðin sléttur áferðar og mjúkur
Blandið þá hnetusmjöri saman við og niðursoðnu mjólkinnni og hrærið vel saman.
Notið síðan sprautupoka til að sprauta blöndunni ofan á hafrakexið í skálunum.
Setjið þá plastfilmu yfir og geymið í ísskáp í um það bil tvær klukkustundir.
Áður en ostakökurnar eru bornar fram eru þær skreyttar með þeyttum rjóma sem sprautað er úr rjómasprautu.
Dreifið að lokum hnetusmjörskremi yfir – og toppið með muldu hafrakexi eða söxuðum hnetum.
Það er einfalt að gera hnetusmjörkremið
Setjið tvær matskeiðar af fínu hnetusmjöri og eina matskeið af kókosolíu í skál og látið inn í örbylgjuofn í um það bil 30 sekúndur, eða þar til blandan er bráðnuð.
Hrærið saman og leyfið að kólna örlítið áður en þessu er hellt yfir rjómann.
Njótið!
Uppskrift fengin hjá tablespoon.com