Við erum komin í jólaskap og gjafastuð – og erum í því að gefa og gleðja þessa dagana.
Í samstarfi við Tyr Art Factory ætlum við að gleðja ykkur með þessum glæsilegu og flottu rúnum sem sóma sér vel sem borðskraut einar og sér, með öðru munum og/eða hengdar upp á vegg. Hver rún er 15x15x3,5 cm og um 1 kíló að þyngd.
Gæfa og gott gengi
Rúnir eru ævaforn tákn sem voru notuð hér fyrr á öldum. En rúnirnar voru fyrst og fremst höggnar í stein, ristar í tré eða bornar á herklæðum víkinga. Hér er því um arfleifð okkar að ræða. Ákveðnar rúnir eru taldar færa okkur gæfu og gott gengi í lífinu.
Þau Jóhanna og Týr Þórarinsson (betur þekktur sem Mummi) eru fólkið á bakvið Tyr Art Factory. En þau búa og starfa í Noregi þar sem þau eru með vinnustofu. Rúnirnar eru handgerðar úr steypu og hafa jákvæða merkingu, eins og t.d. ástarrúnin og viðskiptarúnin. En auk rúnanna framleiða þau íslensk skjaldarmerki sem eru stórglæsileg og sómir t.d. eitt þeirra sér vel á Bessastöðum.
Hér fást þessar fallegu vörur
Rúnirnar fást í versluninni Seimei í Lágmúla, Fakó í Ármúla, The Viking á Skólavörðustíg, Hafnarstræti og Akureyri, einnig í versluninni við Gullfoss og verslun Skipavíkur í Stykkishólmi.
Þetta er flott í jólapakkann!
Gjafaleikur
Við ætlum að færa þremur lesendum okkar rún að eigin vali að gjöf.
Það sem þú þarft að gera til að komast í pottinn
1. Vertu viss um að þú sért búin/n að líka við Kokteill.is HÉR
2. Smelltu í LIKE við þennan leik á Facebook.
3. Og deildu svo þessum Aðventuleik á vegginn þinn á Facebook og hafðu stillt á Public svo við sjáum að þú hafir deilt.
Við drögum fyrstu rúnina út sunnudagskvöldið 10. desember, aðra mánudaginn 11. desember og þá síðustu þriðjudaginn 12. desember 2017.