Þegar fólk er komið á miðjan aldur, svona kringum fertugt, er ótrúlegt að heyra hvað það fer að bera aldurinn fyrir sig. „Ég er orðin of gömul/gamall fyrir þetta,“ er eitthvað sem er endurtekið allt of oft. Og eflaust eitthvað sem margir kannast við.
Tímamót um fimmtugt?
Þegar fólk svo nálgast fimmtugsaldurinn, og jafnvel fyrr, upplifa margir sig á ákveðnum tímamótum. Eins og það sé einskonar hálfleikur í lífinu. Þá vegur maður og metur það sem á undan er gengið og horfir til seinni hálfleiks.
Á þessum tímapunkti upplifa sumir sig eins og þeir hafi misst af tækifærum í lífinu. Eftirsjá yfir hlutum sem aldrei voru framkvæmdir og draumar sem aldrei rættust skjóta upp kollinum, og fólk upplifir sig eins og það sé að missa af lestinni. En því fer fjarri. Aldur er engin afsökun. Það er aldrei of seint að láta drauminn, nú eða láta draumana rætast.
Þessi létu draum sinn rætast
Vera Wang, kjólahönnuður, hannaði sinn fyrsta kjól þegar hún var 40 ára.
Julia Child, kokkur, sjónvarpskokkur og höfundur matreiðslubóka, gaf út sína fyrstu bók þegar hún var 39 ára og og byrjaði með sinn fyrsta matreiðsluþátt í sjónvarpi þegar hún var 51 árs.
Alan Rickman, leikarinn heitinn, var 42 þegar hann fór fyrst að leika. Hann vann sem grafískur hönnuður áður.
Samuel L. Jackson, leikari, var 42 ára þegar hann fékk sitt fyrsta kvikmyndahlutverk.
Morgan Freeman, leikari, fékk sitt stóra tækifæri í kvikmyndabransanum þegar hann var 52 ára.
Grandma Moses, listmálari byrjaði ekki að mála fyrr en hún var 76 ára.
Louise Bourgeois, listamaður, varð ekki þekkt fyrir verk sín fyrr en hún var 78 ára.
Það er EKKI of seint
Hverjir sem draumar þínir eru þá er það aldrei of seint að láta þá rætast. Og ef þú veist ekki einu sinni ennþá hverjir draumar þínir eru, þá er það allt í lagi. Því þegar þeir koma þá er það ekki of seint.
Aldrei segja sjálfri/sjálfum þér að þú sért orðin of gömul/gamall til að láta þá rætast.
Aldrei segja sjálfri/sjálfum þér að þú hafir misst af tækifærinu.
Aldrei segja sjálfri, sjálfum þér að þú sért ekki nógu góð/ góður.
Hvað það sem þig dreymir um að gera og framkvæma þá getur þú það og það er aldrei of seint.
Fáðu innblástur hér