Hver kannast ekki við að þurfa að pikka límmiða af hverjum hlut þegar keypt eru ný glös eða borðbúnaður?
Það er í sjálfu sér ekkert til að kvarta yfir nema kannski fyrir það að oft á tíðum er nánast ómögulegt að ná miðunum af. Sérstaklega af nýjum glösum.
Fundum lausn
Maður hefur gjarnan lent í þessu með nýja matardiska og skálar – rifið miðana mjög varlega af en samt hefur meira en helmingurinn setið eftir.
En hér er frábær lausn við þessu vandamáli.
Virkar eins og töfrar
Það eina sem þarf er hárblásari og ólífuolía. Og svona er þetta gert.
Stilltu hárblásarann á hæsta styrk og blástu beint á merkimiðann í um 45 sekúndur.
Prófaðu þá að taka miðann af og byrjaðu í einu horninu. Ef hann rennur ekki ljúflega af, blástu þá beint á hann í aðrar 45 sekúndur og hann rennur af.
Ef svo óheppilega vill til að einhverjar leifar að miðanum eða klístur verður eftir nuddaðu þá svæðið með nokkrum dropum af ólífuolíunni og leyfðu henni að liggja á í eina til tvær mínútur og nuddaðu svo restina af.