Þessi fallega kisa fæddis án augna og þurftu dýralæknar að sauma saman á henni augnholurnar til að koma í veg fyrir sýkingu.
Til að byrja með þurfti hún aðstoð systur sinnar til að komast af en í dag er hún mjög sjálfstæð og fer allra sinna ferða um íbúðina eins og ekkert sé. Samkvæmt eiganda hennar er hún búin að leggja skipulag íbúðarinnar á minnið og hún veit líka nákvæmlega hæðina á því sem hún ætlar sér að hoppa upp á og niður af.
Þá finnst henni gaman að leika sér eins og hundur með því að sækja og skila og er ótrúlega fær í því.
Yndislegt að sjá þetta litla duglega skinn ♥