Allir sem sjá um þvottinn á sínu heimili þekkja það að sitja uppi með nokkra staka sokka eftir dag í þvottahúsinu.
Við klórum okkur alltaf jafnmikið í hausnum yfir þessu en af einhverri óskiljanlegri ástæðu týnist annar helmingurinn af parinu oftar en við viljum sætta okkur við.
En ekki hafa áhyggjur og alls ekki henda þessum munaðarlausu sokkum í ruslið. Það er nefnilega hægt að nýta þá í eitt og annað.
Hér eru frábærar hugmyndir
1. Settu skóna þína í stöku sokkana
Þegar þú ert að pakka í ferðatösku fyrir þig eða börnin – settu þá skóna í stöku sokkana áður en þú pakkar þeim í ferðatöskuna. Þannig smitast engin óhreinindi úr þeim í fötin.
2. Losaðu þig við vonda lykt úr skápunum þínum.
Taktu hreinan stakan sokk og fylltu hann af kaffikorgi og hengdu hann inn fataskápinn þinn eða jafnvel ísskápinn, hann mun draga í sig alla vonda lykt.
3. Þrífðu og bónaðu bílinn
Í staðinn fyrir að grípa í svamp næst þegar þú ætlar að þrífa bílinn þinn, gríptu þess í stað með þér munaðarlausu sokkana og notaðu þá. Virka bæði vel til að þrífa bílinn og bóna.
4. Dustaðu burt köngulóavef
Skelltu einum stökum sokk á kústskaft og þrífðu köngulóavef úr hornum eða hvar sem þeir eru.
5. Snilld sem hitavörn á ferðamálið þitt
Til að brenna sig ekki á ferðamálinu þínu þegar þú hefur hellt í það nýju og heitu kaffi. Föndraðu þína eigin hitavörn úr stroffinu á sokknum.
6. Notaðu stöku sokkana til að rispa ekki gólfið
Ef þú ert að flytja eða bara færa til húsgögn til að breyta til heima hjá þér. Klæddu fæturna á borðstofustólunum í stöku sokkana og dragðu þá til að vild án þess að rispa gólfið.
7. Notaðu staka sokkinn til að vernda símann í garðvinnunni eða fjallgöngunni.
Ef þú ert hrædd/ur um að rispa símann þinn þegar þú ert að vinna í garðinum eða í húsinu eða jafnvel þegar þú ferð í fjallgöngu – skelltu þá símanum þínum í einn stakan sokk til að verja hann enn frekar.
8. Þurrkaðu rykið af plöntunum þinum
Þegar blómaplönturnar þínar eru farnar að safna ryki er best að þurrka varlega af þeim með því að klæða lófann í stakan sokk og þurrka af þeim.
9. Notaðu þá til að pakka í flutningum
Það er alger snilld þegar þú ert að pakka fyrir flutninga að skella uppáhalds kertastjakanum þínum, styttunni eða jafnvel vasanum þínum í staka sokka áður en þú pakkar þeim í kassann fyrir extra vörn.
10. Tilvaldir til að þurrka af
Þetta er í rauninni besta leiðin til að þurrka rykið af á heimilinu. Klæddu þig í stakan sokk eins og vettling og þurrkaðu af hillum og munum sem hafa safnað ryki. Svo er tilvalið að skella einum á fótinn líka til að þrífa gólflistana.
Hugmyndir fengnar hjá goodhousekeeping.com