Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt – eða taka nýtt „twist“ á það sem maður þekkir nú þegar.
Það hafa velflestir borðað pizzur en líklega ekki margir sem hafa smakkað fylltan pizza-brauðhleif með allskonar góðgæti.
Þess vegna er kjörið að prófa þennan næst þegar þig langar í eitthvað ómótstæðilega gott.
Það sem þú þarft
1 góðan brauðhleif
1 bolli pizzasósa
mozzarella kúlur
pepperoni
½ lauk, niðurskorin
½ bolli ferskt basil
1 bolli elduð pylsa að eigin vali (skorin í bita)
1 græna papriku, niðurskorin
1 bolli rifinn ostur
Aðferð
Þú byrjar á því að skera einskonar lok efst af brauðhleifnum og tæmir innan úr brauðinu.
Dreifir hálfum bolla af pizza-sósunni í botninn á skálinni.
Setur eitt lag af mozzarella kúlunni í sneiðum á botninn.
Síðan lag af pepperoni, lauk , basil, pulsu og papriku.
Því næst smyrðu restinni af pizza sósunni ofan á allt saman, setur svo annað lag af mozzarella kúlunni í sneiðum yfir og svo rifinn ost.
Að lokum setur þú brauðlokið yfir.
Þegar hér er komið sögu pakkar þú brauðinu inn í álpappír og setur þungan hlut ofan á það og lætur liggja á því í 30 mínútur til að pressa það.
Taktu svo álpappírinn af, dreifðu rifnum osti yfir og skreyttu svo með nokkrum pepperoni sneiðum.
Bakaðu í ofni við 175 gráður í 30 mínútur og/eða þar til osturinn er orðin gullinbrúnn.
Þegar brauðið er tekið úr ofninum er nauðsynlegt að leyfa því að standa í 10 mínútur áður en það er skorið og borið fram.
Þetta er minna mál en þú heldur – sjáðu hér í myndbandinu