Já, konur eru ekki allar þær sem þær eru séðar. Þær nota nefnilega hiklaust daður til að ná sínu fram.
Þetta eru alla vega niðurstöður könnunar sem gerð var í Bretlandi fyrir skemmstu.
Nýta daðrið hiklaust í vinnunni
Í ljós kom að meira en helmingur breskra kvenna daðrar við karlmenn til að fá það sem þær vilja. Þær viðurkenna líka að þær nýta daðrið hiklaust í vinnunni.
30% þeirra kvenna sem þátt tóku í könnuninni segjast líka nota kynlífið sem verðlaun fyrir eiginmanninn þegar hann er sérstaklega góður við þær.
En hvernig ætli þetta sé annarsstaðar í heiminum? Eins og á Íslandi – daðra íslenskar konur?
Ætli það sé ekki alveg óhætt að segja að við séum á svipuðu róli og þær bresku.
Karlar veikir fyrir daðrinu
Í könnuninni kom líka fram að 39% karlkyns yfirmanna segjast hafa ráðið kvenmann bara vegna þess hversu aðlaðandi hún var.
Meira en helmingur þessara karlkyns yfirmanna viðurkenndu líka að þeir hefðu farið á stefnumót við sumar af þessum konum sem þeir réðu.
42% karlmanna gefa fallegum konum frekar séns í umferðinni en aðeins 16% kvenna gera slíkt hið sama ef um myndarlegan karlmann er að ræða.
Athyglisvert, ekki satt!