Kandíflos-kokteillinn er ekki bara ljúffengur og sætur – hann er líka rosalega flottur að bera fram.
Og samt er ekkert mál að útbúa hann.
Það sem þú þarft
Kandíflos
Vodka (hér er notað Marshmallow vodka)
Kokteilpinnar (eða bara grillpinnar)
Sódavatn
Klaki
Aðferð
Þú byrjar á því að fylla glas af kandíflosi. Hægt er að nota hvaða lit sem er. Hér varð bleikur fyrir valinu.
Helltu einum einföldum (3cl) vodka í glasið og sjáðu hvernig kandíflosið bráðnar um leið.
Athugaðu að hér er notaður Marshmallow-vodki. (Ef þú hefur það ekki við höndina er ekkert mál að búa til sitt eigið. Láttu venjulegt vodka liggja í sykurpúðum í lokuðu íláti í 24 tíma. Sigtaðu svo vökvann frá og settu aftur í flöskuna. Lítið mál.)
Því næst seturðu klaka út í glasið og fyllir upp með sódavatni.
Það er nauðsynlegt að bera glasið fram með kokteilpinna til að hægt sé að hræra upp í drykknum. Skreyttu pinnann með smá kandíflos dúsk.
Svo er bara að njóta!
Uppskriftin er fengin hjá tablespoon.com