Það er eitthvað alveg ótrúlega heillandi við þessa ungu stelpu. Hún er nýorðin 14 ára gömul og skellti sér í prufur í nýjustu þáttaröð Britain´s Got Talent.
Jasmine heillaði og grætti dómarana og þeir stóðu allir upp fyrir henni að lokum og það sama gerðu áheyrendur í salnum. Þá stukku kynnarnir, þeir Ant og Dec, til og hentu í gullna hnappinn handa henni.
Og hún á það svo fyllilega skilið þessi unga og góða söngkona.