Við erum ekkert að grínast en rauðvínspasta er rosalega gott. Eftir að þú að smakkar er mikil hætta á því að það breyti því hvernig þú eldar pasta það sem eftir er.
Vatn, salt og olía mun ekki duga til lengur. Ertu tilbúin/n?
Svona er þetta gert.
Það sem þú þarft
1 pakki spagettí
1 saxaður laukur
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
dass af ólífuoliu
2 bollar kjúklingakraftur
1 rauðvínsflaska
Aðferð
Settu allt í pott og leyfðu suðunni að koma upp, en passaðu upp á að hræra reglulega í á meðan.
Berðu svo fram með meðlæti að eigin vali, og er ekki tilvalið að opna aðra rauðvínsflösku til að drekka með 😉
Sjáðu hvernig þú töfrar fram hið sjúklega góða rauðvínspasta hér í myndbandinu
Sigga Lund