Þrátt fyrir að varalitur sé auðvitað til þess gerður að vera á vörunum kemur það fyrir að hann klínist í fötin.
Hver hefur ekki lent í því að vera að klæða sig í flík og fengið varalit í flíkina!
Ekkert mál
Þær/þeir sem hafa lent í þessu vita að það er engin hægðarleikur að ná slíkum blettum úr. Eða hvað?
Hér er nefnilega einfalt og auðvelt ráð við þessu vandamáli – og það eina sem þarf er hársprey, eldhúsbréf og svo auðvitað þvottavélin þín.
Og svona er þetta gert
Taktu eldhúsrúllu og leggðu það undir blettinn á flíkinni þinni.
Spreyjaðu slatta af hárspreyi á blettinn og leyfðu því að liggja á í tíu mínútur.
Taktu síðan meiri eldhúspappír og þrýstu því yfir blettinn nokkrum sinnum og skelltu svo flíkinni í þvottavélina.
Og bletturinn er farinn!
Sjáðu hér hvað þetta er lítið mál