Þeir eru ófáir sem þekkja ekki eitthvað til Guðna Gunnarssonar. Hann rekur sitt eigið fyrirtæki og kennir námskeið byggð á þeirri hugmyndafræði sem hann hefur þróað við Rope Yoga Setrið í Garðabæ ásamt því að bjóða upp á fyrirlestra og lífsráðgjöf fyrir einstaklinga og hópa.
Gefur út bækur í Bandaríkjunum
Guðni starfar einnig við ráðgjöf og fyrirlestra á netinu í tengslum við nýútkomnar bækur sínar í Bandaríkjunum, Presence Is Power og Presence Is Power The Seven Step Workbook, ásamt því að undirbúa útgáfu þeirra í fleiri löndum, eins og til dæmis Japan, á komandi hausti.
Tíu hlutir sem þú vissir ekki um Guðna Gunnarsson
Fullt nafn: Guðni Gunnarsson
Aldur: 61 árs ungur
Starf: Ráðgjafi
Maki: Guðlaug Yndisleg Pétursdóttir
Börn: Þór Guðnason f. 1974 og Gunnar Pétur Guðnason f. 2004
Hver var síðasti facebook status þinn?
EN HVAÐ ER AÐ ÞVÍ HVERNIG VIÐ ÖNDUM?
Við öndum yfirleitt hratt og grunnt. Við fáum lítið súrefni og skilum litlu magni af koltvísýringi frá okkur. Útkoman er því súrefnissveltur líkami og uppsöfnun eiturefna. Hver einasta fruma í líkamanum þarfnast súrefnis og lífskraftur þinn er afleiðing heilsu allra fruma í líkama þínum. Grunn öndun þjálfar lungun ekki eins mikið og djúp öndun; lungun missa því smátt og smátt virkni sína sem orsakar frekari minnkun á lífskrafti líkamans.
Dýr sem anda hægt og jafnt lifa lengst; fíllinn er gott dæmi um þetta. Við þurfum að anda hægar og dýpra ef við viljum viðhalda velsæld og jöfnu orkuflæði. Hröð og grunn öndun orsakar súrefnissvelti sem minnkar lífskraftinn og ýtir undir hrörnun, veikt ónæmiskerfi og fjölda annarra þátta.
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Valið er á milli Buzz Aldrin geimfara og Kim Basinger, ég varði viku á skíðum með Buzz í Dear Valley Utah þegar ég bjó í Californiu og ég þjálfaði Kim fyrir kvikmyndina the 8 Mile með Eminem.
Hver var fyrsta atvinna þin?
Fyrir utan öflugan feril sem merkjasöludrengur og glerkúlusölu til varnarliðssins á keflavíkurflugvelli þá hóf ég störf hjá mötuneyti varnarliðsins strax eftir gagnfræðaskóla.
Kaffi eða te? KAFFI!
Hvernig líta kosífötin þín út?
Rope Yoga æfingagallinn minn.
Ef þú værir að fara á eyðieyju og mættir taka með þér þrjá hluti. Hverjir væru þeir?
Leathermann fjölnota verkfæri, Rope Yoga bekk og góða veiðistöng.
Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju?
Að taka til í geymslunni og af því að ég er leiðinlegur þegar ég er að taka til í geymslunni.
Hvað er það sem þú borðar aldrei og munt aldrei borða?
Verksmiðjuframleiddur kjúklingur sem er alinn á genabreyttu fóðri og stórum skammti af ofbeldi.
Það er venjulegt þriðjudagskvöld. Hvað ertu með í kvöldmatinn?
Grillaður hvítlauks og rósmarínleginn lax ásamt volgu hvítlauks spínati með hinu heimsfræga Gullu salati.
Hvenær og hvar ertu hamingjusömust/hamingjusamastur?
Allstaðar þar sem ég leyfi mér að vera þakklátur í hjarta mínu og er aðnjótandi þeirra allsnægta sem lífið og tilveran býður uppá eins og til dæmis núna, og núna, og núna!
Sjáðu hvað Gunnar er að gera á Rope Yoga setrinu HÉR
Sigga Lund