Það getur vel verið að þú sért snillingur í litasamsetningum þegar kemur að því að velja saman einlita skyrtu og einlitt bindi. En hvað með mynstur?
Margt hefur breyst
Sem betur fer hefur margt breyst á síðustu árum og eru menn í dag t.d. hvattir til að vera óhræddir að blanda ólíkum hlutum saman. Núna virðist allt vera leyfilegt – eða svona næstum því.
En til að vera alveg viss hvað snýr upp og hvað snýr niður í þessu er gott að hafa þessi fjögur atriði í huga þegar bindi er valið við skyrtu.
1. Notaðu samstæða liti
Í þessu tilfelli, veldu skyrtuna fyrst og ekki velja yfirþyrmandi liti. Ef við veljum til dæmis brúna skyrtu, veldu þá bindi sem hefur ráðandi brúan lit eða munstur í sama brúna litnum.
Gott dæmi um þetta má sjá á myndinni hér – brún skyrta og bleikt bindi með brúnu munstri.
2. Köflótt/mynstrað
Það getur verið flókið að setja saman skyrtu og bindi þegar bæði eru köflótt. Gullna reglan í þessari samsetningu er sú að mynstrið í skyrtunni sé smærra og hálstauið með stærra mynstur.
Hugaðu bara vel að litavalinu og samsetningunni, og ekki gleyma að hafa buxurnar í sama litatón.
3. Pældu aðeins í munstrinu
Ef þú velur einlita skyrtu og bindi með sterku munstri athugaðu þá að velja ekki hvaða mynstur sem er. Reglan er sú að hafa ekki tvö áberandi einkenni í mynstrinu.
Röndótta bindið hér á myndinni er fulllkomið dæmi um hvernig þetta á að vera. Þar ertu eitt ráðandi mynstur sem er bláa þykka línan og svo hvítar mjórri línur – þetta er fullkomið jafnvægi í munsturvali.
4. Blandaðu smærri mynstrum við þau stærri
Það kemur kannsi sumum á óvart en það er virkilega gaman að blanda saman mynstruðum skyrtum og mynsturuðum bindum, jafnvel þótt þau séu svakalega ólík.
Reglan sem ber að fara eftir í þessu er sú að ef skyrtan er smámynstruð þá á bindið að vera með stærra mynstur og ef skyrtan er með stærra mynstrið á bindið að vera með það minna. Öfugt við köflótta munstrið má leika sér meira með þetta í báðar áttir.