Sumir karlmenn eru alveg óskaplega aðlaðandi og ómótstæðilegir, og með allt sitt á hreinu.
En svo eru það þeir sem konur forðast í lengstu lög – menn sem konur bókstaflega flýja.
Hér er listi yfir þær 8 týpur af karlmönnun sem konur forðast.
1. Þurfandi týpan
Þetta er maðurinn sem er of þurfandi. Hann er á köflum of tilfinningasamur (ef það er hægt), og hann efast alltaf um sjálfan sig. Hann leitar líka stöðugt eftir viðurkenningu í starfi, í sambandi sínu og frá vinum.
Af hverju er þurfandi maður fráhrindandi?
Konur heillast af sjálfstrausti og sjálfstæði í fari karlmanna. Þær laðast líka að styrkleika því það veitir þeim öryggistilfinningu. Þurfandi maðurinn er andstæða alls þessa og það segir kannski allt sem segja þarf.
2. Fyrirsjáanlega týpan
Mörgum konum leiðast fyrirsjánlegir karlmenn. Ástæðan er sú að þær vita nákvæmlega hvernig þeir muni bregðast við hinum ýmsum kringumstæðum. Það er eins og þeir lifi eftir einhverri formúlu og eru aldrei til í að gera eitthvað nýtt. Fyrirsjánlegi maðurinn á heldur aldrei eftir að koma konunni á óvart.
Af hverju er fyrirsjáanlegur maður fráhrindandi?
Konur vilja smá dulúð og þær elska að láta að koma sér á óvart. Það er kannski ástæða þess að konur falla oft fyrir slæma gæjanum, þeir eru oft óútreiknanlegir. En að því sögðu þurfa menn samt alls ekki að vera „slæmi“ strákurinn” til að koma konu á óvart.
3. Hrokafulla týpan
Þessi tegund af manni hefur stórt egó. Eiginlega ekkert nema egó. Hann sér lítið annað en sjálfan sig. Hann er dónalegur (kannski ekki við hana) og virðist tala við alla ofan af einhverjum stalli.
Af hverju er fyrirsjáanlegi maður fráhrindandi?
Margar konur horfa mikið til þess hvernig maður kemur fram við annað fólk. Þeim finnst ekki nóg að þeir komi bara vel fram við þær, þeir verða líka að koma vel fram við aðra.
4. Öfgafulli daðrarinn
Þessi maður reynir ekki einu sinni að fela það þegar hann daðrar. Hann daðrar við allt sem hreyfist, jafnvel þegar hann með kærustuna sína við hlið sér. Meira að segja þegar hann fer út í búð daðrar hann við afgreiðslukonuna. Hann er stöðugt að mæla kvenfólk út. Þessi maður ber enga virðingu fyrir konum.
Af hverju er öfgafulli daðrarinn fráhrindandi?
Það fer rosalega fyrir brjóstið á mörgum konum þegar kærastar, eiginmenn eða tilvonandi vonbiðlar temja sér þetta. Það er ekki beint til að efla sjálfstraust konunnar. Þetta er óviðeigandi að flestra mati.
5. Níska týpan
Þetta er maðurinn sem bíður konu út að borða en stingur upp á því að þau fái sér bara forrétti. Hann kaupir aldrei handa henni blóm og hann velur alltaf ódýrasta vínið. Hann lætur henni líða eins og hún þurfi endalaust að spara… alveg frá fyrsta stefnumóti.
Af hverju er níski maðurinn fráhrindandi?
Lykilinn að hjarta konu er að láta henni líða eins og hún sé einstök. Blóm eða eitthvað lítið og sætt er nauðsynlegt annað slagið. Fyrsta stefnumót ætti líka að vera notalegt og áhyggjulaust. Hún ætti ekki að þurfa að finna það að viðkomandi tími varla að borga fyrir matinn.
6. Týpan sem tuðar endalaust
Þetta er maðurinn sem einhvern veginn tekst að snúa öllum samtölum upp í rifrildi. Þegar hann býður konu á stefnumót lætur hann henni líða eins og hún sé á rökræðunámskeiði. Þetta er svakalega fráhrindandi og alls ekki gott. Að öllum líkindum nær konan ekki að slaka á og er í vörn.
Af hverju er maðurinn sem röflar endalaust fráhrindandi?
Stanslausar rökræður og rifrildi er streituvaldandi. Það nær enginn að njóta sín.
7. Sjálfumglaða týpan
Þetta er maðurinn sem dæmir alla og veit allt best. Hann predikar yfir allt og alla. Hann væri vís til að segja við konu á stefnumóti „heyrðu elskan, þú mátt nú ekki við því að fá þér desert“. Flestum konum finnst svona menn dónalegir og leiðinlegir.
8. Týpan sem haldin er kvenfyrirlitningu
Þessi maður er ekkert að fela biturleikann sem hann ber í garð kvenna. Hann talar neikvætt um konur og jafnvel konuna sem hann var að bjóða á stefnumót. Hann er óspar á dónalegar og óviðeigandi athugasemdir.
Af hverju er þessi týpa fráhrindandi?
Þetta er í rauninni eina týpan af karlmönnum á þessum lista sem á engan séns í kvenfólk. Sem kemur ekki á óvart. Hvaða kona mundi vilja svona mann? Þessir karlmenn þurfa virkilega að endurskoða viðhorf sitt til kvenna.
Greinin birtist á askmen.com