Við höfum svo oft sagt það hér að fátt sé betra en marengs.
Enda finnst flestum hann góður og marengs er oftast það sem fyrst klárast á veisluborðum.
Þessi uppskrift frá henni Svövu á Ljufmeti og lekkerheit tekur marengstertur alveg upp í nýjar hæðir.
Er ekki tilvalið að skella í þessa um helgina!
Snickersmarengsterta
- 4 eggjahvítur
- 2 dl sykur
- 1 dl púðursykur
- 5 dl Rice Krispies
Stífþeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur saman.
Hrærið Rice Krispies varlega saman við.
Klæðið ofnplötu með bökunarpappír, setjið deigið á og mótið um 25 cm hring úr því.
Bakið við 150° í 60 mínútur. Látið botninn kólna áður en kremið er sett á.
Krem
- 4 eggjarauður
- 3 msk sykur
- 2 snickers (samtals 100 g)
- 60 g smjör
Bræðið Snickers og smjör saman við vægan hita og látið aðeins kólna.
Þeytið eggjarauður og sykur saman þar til blandan er orðin ljós og létt.
Hrærið öllu varlega saman og setjið kremið yfir botninn.
Yfir tertuna
- 5 dl rjómi
- 2 snickers (samtals 100 g)
- ber
Þeytið rjóma og skerið snickers.
Setjið þeytta rjómann yfir kremið og stráið söxuðu Snickersi yfir.
Skreytið með berjum.
Og njótið!