Ef þér finnst hafrakex með súkkulaði gott þá er þetta eitthvað fyrir þig. Það er spurning hvort kalla eigi þetta köku, eftirrétt, gums, gúmmelaði… eða bara sprengju.
Ekki fyrir þá sem ekki eru hrifnir af súkkulaði
Alla vega er hér komin uppskrift að æðislegri súkkulaðisprengju og það er hún Lilja Katrín á Blaka.is sem á heiðurinn af þessari dásemd. En Lilja Katrín tekur fram að þetta sé ekki fyrir þá sem þoli ekki súkkulaði og sykur hvað þá fyrir þá sem eru í megrun. Og við erum aldrei í megrun enda ekkert skemmtilegt við það.
Sprengjan er rosalega góð volg með ís.
Njótið! Því það ætlum við að gera 🙂
Það sem þarf
1 pakki Grahams hafrakex
170 gr brætt smjör
1 dós condensed milk (fæst í asísku búðinni í Skeifunni)
1 bolli hvítir súkkulaðidropar
1 bolli dökkir súkkulaðidropar
1 bolli Butterscotch-bitar
1 bolli kókosflygsur
Aðferð
Hitið ofninn í 180°.
Myljið hafrakexið og bræðið smjörið. Blandið þessu tvennu saman og þrýstið í bökunarform að eigin vali.
Hellið „condensed milk“ yfir hafrakexbotninn.
Stráið súkkulaðinu og Butterscotch-bitunum yfir.
Að lokum er kókosflygsunum stráð yfir.
Takið ykkur skeið í hönd og þrýstið blöndunni vel ofan í formið.
Bakið í 25 til 30 mínútur og leyfið aðeins að kólna áður en þið hefjist handa við að klára þessi ósköp.
Nú eða leyfið þessu alveg að kólna og hitið upp þegar gesti ber að garði!
jona@kokteill.is