Hún er ekki eins og flestar aðrar 10 ára stúlkur þessi unga dama frá Noregi. Hæfileikarnir eru ótvíræðir og virkar hún miklu eldri en hún er og það er líkt og hún sé með gamla sál eins og oft er sagt.
Angelina Jordan tekur ekki poppstjörnur eins og Beyoncé eða Katy Perry sér til fyrirmyndar – nei þessi unga snót hlustar á jass, Billie Holiday, Frank Sinatra og Dinah Washington.
Árið 2014 vann Angelina Norway´s Got Talent og sló rækilega í gegn. Og hróður hennar hefur borist víða enda einstakir hæfileikar hér á ferð. Hún býr í Osló og spilar á píanó, fiðlu og flautu auk þess að leggja stund á söng.
Hér er Angelina gestur í glænýjum þætti í Bandaríkjunum, en sá þáttur var sýndur síðasta sunnudagskvöld.
Okkur finnst hún algjört yndi!