Það er ótrúlegt hvað við getum stundum verið dugleg að eyða peningunum okkar í einhvern óþarfa.
Margt af því sem við kaupum er eitthvað sem við getum alveg lifað án þá og þá stundina. Ekki satt?
Þessi ráð gætu hjálpað
Auðvitað er það í fínu lagi að leyfa sér að kaupa eitthvað annað slagið. En ef þú er ein/n af þeim sem ert alltaf að kaupa einhvern óþarfa og ert í sífelldri baráttu við sjálfa/n þig áður en þú festir kaup á einhverju ættir þú að íhuga eftirfarandi.
1. Reiknaðu
Neyddu sjálfa/n þig til að reikna út hversu marga klukkutíma það tók þig að vinna fyrir hlutnum.
2. Hugsaðu
Hugsaðu málið yfir nótt og farðu aftur í verslunina og athugaðu þá hversu nauðsynlegur hluturinn virkilega er – og sjáðu svo til hvort þú ert enn á sömu skoðun.
3. Notaðu
Farðu yfir það í huganum hvort þú átt ekki eitthvað svipað og það sem þig langar að kaupa og athugaðu hvort þú getur ekki notað það örlítið lengur.
4. Spurðu
Spurðu sjálfa/n þig hvort sá peningur sem þú ætlar að nota til að kaupa þennan hlut nýtist þér ekki betur í eitthvað annað, eins og til dæmis til að borga niður skuldir, eiga fyrir mat, leggja fyrir og svo framvegis.
„Hættu að eyða þeim peningum sem þú þénar í drasl og óþarfa“, segir Grant Cardone fyrirlesari m.a. í myndbandinu hér að neðan.
Sjáðu hér enn frekar hvað Grant segir