Já, við vitum vel að það er ekkert til sem heitir fullkomið og það sem einum þykir fallegt finnst öðrum kannski ekki. En hér er hins vegar verið að vitna í rannsókn sem gerð var.
Eins og Venus de Milo
Rannsóknin sem um ræðir var gerð fyrir lýtalækna svo þeir hefðu skýrari hugmynd um hvernig þeir ættu að byggja upp brjóst kvenna sem hafa þurft að fara í brjóstnám vegna krabbameins, og eins fyrir allar þær brjóstastækkanir sem framkvæmdar eru.
Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í tímariti Plastic and Reconstructive Surgery. Þáttakendur sem voru 1.315 manns af báðum kynjum voru beðnir um að skoða myndir af ólíkum brjóstum og velja þau hlutföll sem þeim líkaði best.
Niðurstaðan varð sú að hin „náttúrulega“ lögun varð ofan á – en það er svona nokkurn veginn eins og styttan af Venus de Milo. Hvorki lítil né stór og hlutföllin þannig að 45% brjóstvefjarins falla fyrir ofan geirvörtu og 55% undir henni.
Hér má sjá umfjöllun um rannsóknina