Heimi Karlsson þekkja flestir úr þættinum Í bítið á Bylgjunni, en þar hefur hann staðið vaktina í mörg herrans ár.
Í dag stjórnar hann þættinum ásamt félaga sínum Gunnlaugi Helgasyni og saman taka þeir púlsinn á þjóðfélagsmálum, færðinni í umferðinni, veðrinu og fleiru ásamt því að spjalla við hlustendur eldsnemma á morgnanna.
Í bítið byrjar kl 6:50 alla virka morgna sem hlýtur að þýða að Heimir er morgunhani… eða hvað?
Hér eru 10 hlutir sem þú vissir ekki um Heimi Karlsson
Fullt nafn: Karl Heimir Karlsson
Aldur: 55 ára
Starf: Útvarpsmaður
Maki: Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir
Börn: Brynjar Árni, Thelma Rún og Alexandra Aldís
Hver var síðasti facebook status þinn?
“Það sem er að á Íslandi að mínum dómi er að í áratugi hefur landinu ekki verið stjórnað með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Alltof mikið hagsmunapot. Hægri/vinstri eru hugtök í stjórnmálum sem passa ekki lengur fyrir Ísland finnst mér. Það hefur ekkert með hægri/vinstri að gera sú staðreynd að við viljum heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem ALLIR eiga jafnan aðgang að. Það eru bara sjálfsögð mannréttindi. Það hefur ekkert með hægri/vinstri að gera að hér hefur lengi verið troðið á neytendum, það er mannréttindamál. Það hefur ekkert með hægri/vinstri að gera að örþjóðin Ísland fái ekki miklu betur að njóta þeirra auðlinda sem okkar stórkostlega land hefur upp á að bjóða. Það hefur ekkert með hægri/vinstri að gera að tryggja þeim sem erfiðast hafa það mannsæmandi kjör, það er manngæska! Og svona mætti lengi telja. Mér finnst svo sorglegt að við, þessi fámenna þjóð, þessi stóra fjölskylda, geti ekki lifað í sátt og samlyndi. Stundum velti ég fyrir mér hvort svarið felist í hugtaki sem kallast GRÆÐGI! VALDAGRÆÐGI – PENINGAGRÆÐGI”
Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?
Michael Jordan.
Hver var þín fyrsta atvinna?
Íþróttafréttamaður.
Kaffi eða te?
Kaffi.
Hvernig líta kosífötin þín út?
Bolur og síðar íþróttabuxur.
Ertu morgunhani eða næturhrafn?
Morgunhani.
Hvert er leiðinlegasta húsverkið þitt?
Að ryksuga.
Hvað er það sem þú borðar aldrei og munt aldrei borða?
Súrmatur.
Það er venjulegt þriðjudagskvöld, hvað ertu með í kvöldmatinn?
Kjúklingarétt eða saltað hrossakjöt.
Hvenær og hvar ertu hamingjusamastur?
Með konunni minni í fríi.
Sigga Lund