Ég hef lengi dáðst af Oprah Winfrey. Hún er ein af þessum konum sem ég lít upp til enda kann hún að skilja hismið frá kjarnanum og fer ekki í manngreiningarálit.
Oprah er klár kona sem hefur komist áfram á eigin ágæti en auðævi hennar eru mikil og er hún metin á um 3 billjónir dollara.
En hún er líka ein af þeim sem nýtur þess að deila með öðrum og er dugleg að styrkja góð málefni og gefa af sér.
Lengi barist við þyngdina
Flestir sem fylgst hafa með Oprah vita að hún hefur lengi barist við þyngdina og rokkað upp og niður – eins og svo margir aðrir. Hún hefur prófað og reynt ýmislegt í gegnum tíðina til að halda þyngdinni í skefjum. En ekki lengur – því hún er hætt þessari baráttu!
Oprah, sem er 64 ára gömul, segir að sá tími sé liðinn að hún þrái að vera grönn svo hún passi í allt nema sinn besta líkama og sitt besta líf. Hún segir að með aldrinum öðlist maður þennan aukna skilning og þakklæti fyrir það dýrmætasta sem við eigum í lífinu. Já og það dýrmætasta sem við eigum er nefnilega heilsa okkar.
Sykursýki og hár blóðþrýstingur
Oprah kemur úr fjölskyldu þar sem sykursýki og hár blóðþrýstingur eru afar algeng. Sú staðreynd krefst þess að hún þarf að velja af kostgæfni það sem hún lætur ofan í sig til að gæta heilsunnar og svo hún þrói ekki þessa sjúkdóma með sér. Í dag spáir hún vel í það sem hún borðar, þá stundar hún reglulega líkamsrækt og gerir teygjur fyrir líkamann.
Þessi áhersla á heilbrigt líferni, í stað megrunar, hefur hjálpað henni að gjörbreyta heilsufari sínu. Því það er það sem skiptir máli – að vera hraustur en ekki endilega að passa í einhverja ákveðna stærð.
En það sem Opruh finnst samt merkilegast við þessa lífstílsbreytingu er hvað hún er orkumikil og reiðubúin að takast á við hvern dag og það stórkostlega ævintýri að fá að vera þáttakandi í þessu lífi. Og lífið er svo sannarlega kraftaverk segir þessi flotta kona sem gleymir ekki smáu hlutunum og segist hún taka eftir öllu litlu hlutunum í lífinu sem gefa því gildi.
Eitt það besta við það að eldast
Oprah segist sjaldan hafa verið jafn sterk og í jafn góðu formi og hún er í dag. Hún bendir okkur á að það sé aldrei of seint að snúa við blaðinu og að við getum öll breyst til hins betra fyrir okkur sjálf.
Og enn einu sinni get ég ekki annað en verið sammála henni Opruh. Þegar við eldumst lærum við betur að vera sátt við okkur sjálf og það er eitt það besta við það að eldast.
Jóna Péturs
Heimildir: oprah.com