Bananar eru alveg hreint ótrúlegir. Þeir eru ekki bara orkumikill millibiti og svakalega góðir á bragðið heldur er líka hægt að nota þá í hina ótrúlegustu hluti.
Það sýna þessar sex öðruvísi en frábæru leiðir
1. Banana andlitsmaski
Banani er frábær á húðina. Hann er náttúrulegur, fullur af vítamínum og ódýr – og þar af leiðandi alveg tilvalinn sem maski.
Það sem þú þarft
1 banani
2-3 msk sykur
1 msk ólívuolía
Blandaðu öllu vel saman í eina skál og stappaðu (þú getur auðvitað líka notað blandara). Berðu maskann síðan á andlitið og leyfðu honum að vera á í 10 mínútur þar til þú þrífur hann af.
2. Banana ís
Ef þú ert í stuði fyrir ís en vilt hafa hann hollan, ódýran og góðan, þá er þessi alveg málið. Og það tekur enga stund að gera hann.
Það sem þú þarft
6 bananar
1 bolli mjólk
Allt sett í blandara og mixað saman. Síðan sett í form og fryst yfir nótt. Þá er ísinn tilbúinn.
3. Bananaskóáburður
Ekki henda bananahýðinu þegar þú færð þér banana. Notaðu það til að pússa leðurskóna þína og þeir glansa sem aldrei fyrr.
4. Banani og skordýrabit
Bananahýði dregur ótrúlega mikið úr bólgu og ertingu eftir skordýrabit. Leggðu bananahýði á viðkomandi svæði og nuddaðu með innri hlið bananahýðisins. Þú finnur muninn.
5. Bananaáburður
Já, þú last rétt, bananar eru tilvaldir sem áburður. Taktu hýði af bönunum og settu í blandarann þinn. Settu svo kurluð hýðin í moldina hjá pottaplöntunum þínum og blómin munu taka kipp. Þetta er ótrúlegt – en satt.
6. Banani og avakadó
Ef þú keyptir óþroskað avókadó í síðustu verslunarferð þá er tilvalið að nota banana til að hjálpa því að ná fullum þroska.Settu banana og avókadó saman í bréfpoka og fyrir töfra gerist það. Bananinn gefur frá sér ethylene gas sem hraðar mjög fyrir þroska ávaxtarins.
Sjáðu þetta hér í myndbandinu