Ef þú ert hrifin/n af Mojito þá áttu eftir að elska þessar bollakökur. Því þær eru ferskar og frískandi eins og kokteillinn sjálfur.
Mojito bollakökur sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er og þær eru auðvitað tilvaldar í eftirrétt í matarboðinu og frábærar í partýið.
Alveg tilvalið að skella í nokkrar um helgina.
Það sem þú þarft
1 pakki Betty Crocker hvítt kökumix (supermoist)
1 bolli sódavatn
1/3 bolli matarolía
¼ bolli ljóst romm
3 msk smátt skorin myntublöð
2 tsk rifinn límónubörkur
3 eggjahvítur
Síróp
½ bolli sykur
¼ bolli smjör
1/3 bolli ljóst romm
1/3 bolli vatn
Skraut
Þeyttur rjómi
Myntulauf
Límóna
Aðferð
Hitið ofninn samkvæmt leiðbeiningum á pakka og finnið til það sem þarf að nota með Betty Crocker kökumixinu.
Finnið til 24 bollaköku pappírsform og setjið á bökunarplötu, eða notið sérstök mót ætluð bollakökum.
Setjið allt hráefnið sem fer í kökurnar sjálfar í stóra skál og blandið saman með rafmagnsblandara á hægum hraða í 30 sekúndur og svo á meðalhraða í 2 mínútur.
Skiptið deiginu svo jafnt á milli formanna og bakið í 18- 23. mínútur. Til að vera fullviss um að kökurnar séu bakaðar er gott ráð að stinga tannstöngli í miðjuna og ef hann kemur hreinn upp eru kökurnar tilbúnar.
Leyfið kökunum að kólna í um það bil 10 mínútur. Á meðan er sírópið gert klárt.
Setjið sykur, smjör og romm í pott og bræðið saman við meðalhita og hrærið stöðugt í blöndunni á meðan. Hrærið í um það bil fjórar mínútur eða þangað til það er farið að þykkjast.
Skerið lítið gat í miðjuna á hverri köku á meðan þær eru volgar og geymið það sem tekið er úr. Hellið svo u.þ.b. einni teskeið af sírópi í hvert gat og lokið aftur fyrir.
Notið svo restina af sírópinu til að pensla yfir allar kökurnar. Setjið filmu yfir og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 tíma eða yfir nótt.
Áður en bollakökurnar eru bornar fram eru þær skreyttar með þeyttum rjóma, myntulaufum og lime ef vill. Það er mikilvægt að geyma þær í kæli alveg þar til þær fara á borðið.
Uppskrift frá bettycrocker.com