Hver segir að það þurfi að hafa mikið fyrir því að vera hamingjusamur? Sá sem heldur því fram hefur rangt fyrir sér.
Þú getur upplifað meiri hamingju núna strax. Ekki þegar náminu líkur, eða þegar aukakílóin eru farin og ekki þegar þú finnur ástina eða þegar þú nærð markmiðum þínum.
Því málið er að hamingjan kemur að innan!
Þetta er svo einfalt
Sérfræðingar telja að hamingjan sé eitthvað sem við getum framkallað næstum hvenær sem við viljum – svona nokkurn veginn eins og að ýta á takka! Ótrúlegt, ekki satt?
Það eina sem þú þarft að gera er ákveðin æfing sem eykur hamingjuna, og hún tekur ekki nema 90 sekúndur. En þú þarft að gera hana á hverjum degi.
Þessi æfing heitir þakklæti og með því að stunda hana reglulega getur þú samstundis orðið hamingjusamari án þess að hafa fyrir því.
Og svona er æfingin
Það er tilvalið að gera þessa æfingu á morgnana um leið og maður fer framúr.
- Sestu niður á þægilegum stað og hugsaðu um fimm hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir í þínu persónulega lífi síðasta sólarhringinn.
Gæti til dæmis verið góði kaffibollinn sem þú fékkst í gær, hvað umferðin í vinnuna gekk greiðlega, hvernig barnið þitt tók á móti þér þegar þú komst heim eða falleg orð sem vinur þinn sagði við þig og svo framvegis.
- Svo hugsar þú um fimm hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir síðasta sólarhringinn í starfi þínu, námi eða því sem þú ert að sýsla við á hverjum degi.
Það gæti t.d. verið verkefni sem þú ert að vinna að, kauphækkunin sem þú fékkst eða hrósið frá yfirmanni þínum og framvegis.
- Að lokum hugsar þú um fimm hluti sem þú ert þakklát/ur fyrir í eigin fari. Þetta er mikilvægur þáttur, því flestir eru þakklátir fyrir fjölskyldu, vini og vinnuna en skortir oft þakklæti til sjálfs síns. Sumir kalla þetta að elska sjálfan sig, eða sjálfsvirðingu, en það er mjög mikilvægt að þú gerir þetta þriðja skref.
Þetta gæti til dæmis verið brosið þitt, eða hvað þú ert frábær með börn og dýr. Að þú sért frábær kokkur, að þú sért alltaf stundvís, góður vinur og svo framvegis. Þetta eru einfaldlega fimm ástæður fyrir því að þú elskar sjálfa/n þig.
Og þetta er allt og sumt. Margir halda að við þurfum að hafa svo mikið fyrir því að öðlast góða hluti í lífinu. Hættu algjörlega að hugsa þannig.
Þakklæti eykur hamingju
Rannsóknir hafa sýnt að ef þú velur að lifa í þakklæti eykst hamingja þín svo um munar. Og þegar hamingjustuðullinn hækkar finnur þú fyrir tilfinningalegu jafnvægi, þú sefur betur, það hægist á öldrun og þú lifir lengur.
Þá dregur hamingjan líka úr líkum á þunglyndi og kvíða og þú ert tilbúnari að gefa. Hamingjan gerir í raun allt betra í lífi okkar og hún hefur smitandi áhrif á fólkið í kringum okkur.
Byrjaðu að æfa þig
Þetta er engin spurning. Hver hefur ekki 90 sekúndur á dag?
„Nú er bara að byrja að æfa sig. Þetta er ekki svo erfitt. Ef þú gerir þetta á hverjum degi nærð þú stjórn á þinni eigin hamingju, og hamingjan kemur innan frá“, segir Vishen Lakhiani í myndbandinu hér að neðan.