Breski leikarinn og spjallþáttastjórnandinn James Corden sem stjórnar The Late Late Show tekur gjarnan fræga söngvara í bíltúr um Los Angeles þar sem mikið er sungið.
Hér fer hann með Jennifer Lopez á rúntinn þar sem þau syngja, spjalla og sprella – og hin glæsilega og skemmtilega Jennifer fer á kostum.
En það allra fyndnasta er samt þegar hann grípur símann hennar og skrollar í gegnum nöfnin á símanum og endar svo á því að senda leikaranum Leonardo DiCaprio skilaboð… og eftir stutta stund kemur svar frá honum 😀